Search
Close this search box.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2017

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna 6. desember 2016. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Fagurbókmenntir Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur Fræðibækur og rit almenns eðlis Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri […]

80 ára útgáfuafmæli Aðventu – nýjar útgáfur, málstofa og upplestrar

Um þessar mundir eru liðin 80 ár frá því að skáldasaga Gunnars Gunnarssonar Aðventa kom í fyrsta sinn út hjá Reclam í Þýskalandi og Gyldendal í Danmörku. Sagan af Benedikt og eftirleit hans á Mývatnsöræfum með sínum trygglyndu félögum, Eitli og Leó er klassísk og tímalaus. Á síðustu árum hefur hún verið þýdd á ný […]

Jæja í desember

Jæja! þá eru margir félagsmenn á fleygiferð í jólabókaflóði og aðrir spinna sína þræði í fjölbreyttum miðlum ritlistarinnar. Höfundar koma enda víða við og hafa breiðvirk áhrif á samtímann með verkum sínum. Félagarnir sópa að sér vegtyllum og tilnefningum þessa dagana og þeir fá hér með hamingjuóskir. Upplestrarhrinan nær hámarki nú í desember og við […]

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

  Auður Ava Ólafsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Sigurður Pálsson, Sjón og Steinar Bragi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016 fyrir skáldsögur sínar, smásagnasöfn og ljóðabækur. Þá voru fimm verk tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis sem og í flokki barna- og unglingabóka. Tilnefningarnar voru tilkynntar á Kjarvalsstöðum í gær en forseti Íslands […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristrún Guðmundsdóttir

Kristrún Guðmundsdóttir ljóðskáld veltir fyrir sér í flæðiskenndu samtali ljóðs, radda og hljóma, tilurð nýrrar ljóðabókar í tengslum við sköpunarferlið.  Áheyrendur fá innsýn í vinnubrögð Kristrúnar og hugmyndir hennar um ferli sköpunar sem hún álítur vera sjálft málið. Ljóðabók Kristrúnar Eldmóður- neðanmálsgreinar við óskrifuð ljóð lítur dagsins ljós þessa dagana. Eldmóður … er í raun […]

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar í Menningarhúsinu Grófinni fimmtudaginn 24. nóvember. Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá árinu 2005 en verðlaunin voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en í dómnefnd sátu Tinna […]

Tilnefningagleði á Bókatorgi

Fimmtudaginn 24. nóvember efnir Bandalag þýðenda og túlka til gleði á Bókatorgi í Menningarhúsinu Grófinni (Borgarbókasafni Reykjavíkur) kl. 16.30, en þá verða kynntar tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Eins og endranær eru fimm bækur tilnefndar til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2005 og voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til […]

Hollenska glæpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw hlaut Ísnálina 2016

Á glæpasagnahátiðinni Iceland Noir voru veitt verðlaun fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Íslandi árið 2016, Ísnálin, og hlaut hollenska glæpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur verðlaunin. Þær bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna, auk Konunnar í myrkrinu, voru Hin myrku djúp eftir Ann Cleeves í þýðingu Þórdísar Bachmann, Kólibrímorðin eftir Kati Hiekkapelto í þýðingu Sigurðar Karlssonar, Meira blóð eftir Jo […]

Höfundar í Gunnarshúsi – Auður Ava Ólafsdóttir ,Kristín Ómarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir

Kristín Ómarsdóttir rithöfundur tekur á móti tveimur taugatrekktum höfundum jólabókaflóðsins, Auði Övu Ólafsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur, og segir þeim að þetta verði allt í lagi. Auður og Sigurbjörg lesa úr bókunum Ör og Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Þess á milli mun Kristín spyrja þær spurninga sem einungis dýralæknar kunna rétt svör við. Sjálf mun […]

Bókamessa í Bókmenntaborg

Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir Bókamessu í Bókmenntaborg í sjötta sinn helgina 19. og 20. nóvember. Messan hefur nú fært sig um set og verður haldin í Hörpu í fyrsta sinn. Sýningarsvæðið verður í Flóa á fyrstu hæð hússins og fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna verður á sýningarsvæðinu og í […]