Enn munu túrar lúra

Paul Stanley á tónleikum í Staples Center í Los Angeles …
Paul Stanley á tónleikum í Staples Center í Los Angeles fyrir réttu ári. Síðan hefur Kiss verið í vari. AFP

Hver hefði trúað því að fjölmennustu tónleikar í heimi ættu eftir að verða haldnir á Íslandi? Einmitt það átti sér stað á dögunum, alltént lét listamaðurinn sem kom fram á téðum tónleikum, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóvirtúós, í það skína í samtölum við fjölmiðla. Ugglaust hafa ófáir litið Víking öfundaraugum enda bíða tónlistarmenn um heim allan, klassískir og rokkarar, eftir því með öndina í hálsinum að komast aftur á túr.

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur fyrir fleiri áheyrendur en kapparnir í …
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur fyrir fleiri áheyrendur en kapparnir í Kiss um þessar mundir. Morgunblaðið/Einar Falur

Einn þeirra er Paul Stanley, söngvari og gítarleikari gömlu glyströllanna í Kiss, en hann leit við í spjall á Beinastöðinni (e. 107,7 The Bone) vestur í Bandaríkjunum í vikunni. „Rokktónleikar eins og við höldum þá – í tónleikahöllum eða á íþróttaleikvöngum – eru ekki í sjónmáli. Allir sem halda að þeir séu á leiðinni á stóra tónleika á næstunni lifa í blekkingu,“ sagði Stanley sem staðfesti þó að Kiss myndi hugsa sér til hreyfings þegar það verður óhætt og klára lokalokalokatúr sinn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka